Við Ránargötu 4A er að finna eitt elsta hótel Reykjavíkurborgar. Þar hófst hótelrekstur með City Hotel árið 1960. Þessi sögufræga bygging hafði mátt muna fífil sinn fegurri þegar Bergey keypti bygginguna. Eftir metnaðarfullar endurbætur opnaði þar botique hótelið Local 101 með 30 hágæða herbergjum, móttöku, veitingarými og bar.
Local 101 er rekið af Anchor Hospitality sem er í eigu Alma Bremond og David Siklos. Hönnun hótelsins var í höndum Anchor og arkitektsins Grétars Arnar Guðmundssonar en Atlas verktakar sáu um framkvæmdir.
Kynntu þér starfssemi Local 101 hér: Local 101